Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram sem forseta Alþýðusam­bands Íslands á þingi sambandsins í október.

Drífa Snædal, sagði nýverið starfi sínu sem forseti ASÍ lausu og bar m.a. við samstarfserfiðleikum við forystufólk í verkalýðshreyfingunni.

Í umfjöllun mbl.is kemur fram að Ragnar hyggist láta af störfum sem formaður VR ef hann nær kjöri sem forseti ASÍ þegar næst verður stjórnarkjör í VR, í mars á næsta ári. Hann hyggist fram að því halda áfram að leiða kjaraviðræður VR fram á næsta ári.