Rapyd Europe hf., áður Valitor sem sameinaðist Rapyd Europe í fyrra, greiddi tæplega 1,4 milljarða króna út úr félaginu á síðasta rekstrarári með lækkun hlutafjár.

Rapyd Europe hf., áður Valitor sem sameinaðist Rapyd Europe í fyrra, greiddi tæplega 1,4 milljarða króna út úr félaginu á síðasta rekstrarári með lækkun hlutafjár.

Samanlagt nam eigið fé félaganna tveggja fyrir sameiningu ríflega 10 milljörðum. Eigið fé sameinaðs félags eftir greiðsluna nam 9,9 milljörðum um síðustu áramót en 830 milljóna hagnaður félagsins árið 2023 færist inn á óráðstafað eigið fé.

Í júlí síðastliðnum greiddi félagið aftur út tæplega 1,4 milljarða króna með lækkun hlutafjár. Rapyd Europe er dótturfélag ísraelska félagsins Rapyd Financial Network en Garðar Stefánsson er forstjóri Rapyd Europe.