Úr­vals­vísi­talan lækkaði um 0,7% við opnun markaða og eru rauðar tölur víða eftir fyrstu við­skipti dagsins.

Greint var frá því í gær­kvöldi að kjara­við­ræður Sam­taka at­vinnu­lífsins og breið­fylkingar stærstu stéttar­fé­laga landsins væru byrjaðar að harðna.

SA varaði í morgun við því að krónu­tölu­nálgun væri höfð að leiðar­ljósi við gerð kjara­samninga.

Hluta­bréf fast­eigna­fé­laganna Reita og Eik hafa lækkað um 2,5% í morgun á meðan gengi Icelandair og Amaroq hafa lækkað um tæp 2%.

Gengi Festis, Eim­skips, Símans, Marels, Kviku, Vís og Regins hefur lækkað um rúmt prósent.

Hluta­bréfa­verð Ís­lands­banka er það eina sem hefur hækkað í morgun en þó ekki meira en 1%.

Um hálfs milljarðs velta hefur verið á hluta­bréfa­markaði en um 6,1 milljarða velta á skulda­bréfa­markaði.