Úrvalsvísitalan OMXI15 lækkaði um 1,63% í viðskiptum dagsins en heildarvelta á markaði var ekki nema 1,5 milljarðar króna.
Hlutabréfaverð Play leiddi lækkanir er gengi flugfélagsins fór niður um 7,53% í örviðskiptum. Dagslokagengi flugfélagsins nam 0,68 krónum á hlut. Hlutabréfaverð Play hefur nú lækkað um þriðjung frá áramótum.
Gengi JBT Marel lækkaði um 4,84% og var dagslokagengi félagsins 11.800 krónur. Gengi félagsins hefur aldrei verið lægra frá því að samruni JBT og Marel gekk í gegn í byrjun árs. Hlutabréf hins sameinaða félags hefur lækkað um tæp 32% síðastliðinn mánuð.
Hlutabréfaverð Icelandair féll um rúm 4,7% í lítilli veltu og var dagslokagengi flugfélagsins 1,01 króna. Gengi Icelandair hefur nú lækkað tæplega 31% það sem af er ári.
Hlutabréfaverð Amaroq, sem hefur verið á uppleið frá því að Trump frestaði tollum, lækkaði einnig í viðskiptum dagsins.
Gengi málmleitarfélagsins fór niður um 2,6% í 173 milljóna króna veltu.
Hlutabréf í Alvotech lækkuðu þá um tæp 3,7% í 53 milljóna króna veltu. Nam dagslokagengi félagsins 1.050 krónum á hlut.