Af 22 skráðum félögum voru 18 félög rauð eftir viðskipti dagsins. Ölgerðin var eina félagið sem var grænt eftir viðskiptidagsins en hlutabréfaverð félagsins hækkaði um tæpt 1% í 4 milljón króna viðskiptum.
Hlutabréfaverð Haga lækkaði um 3,4% og lækkaði félagið þar með mest í dag. Heildarvelta með bréf félagsins nam 89 milljónum króna. Þá lækkaði hlutabréfaverð Festi næst mest eða um 2,7% í 192 milljón króna viðskiptum.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,5% og heildarvelta á markaði nam 1,6 milljörðum króna. Þá voru mest viðskipti með bréf Kviku og námu þau 242 milljónum króna. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um 2,4% í dag en félagið hefur hækkað um 10,6% á síðastliðnum mánuði.