Öll skráð fyrirtæki á aðalmarkaði hafa lækkað það sem af er degi, fyrir utan fasteignafélagið Reginn sem stendur í stað.
Heildarveltan á markaði klukkan 12 í dag var 1,1 milljarður króna.
Alvotech leiðir lækkanirnar en gengi lyfjafyrirtækisins hefur lækkað um 7,84% í 155 milljón króna viðskiptum.
Fjárfestingarfélagið Skel hefur lækkað um 3,33% í 39 milljón króna viðskiptum, Sýn hefur lækkað 2,35% í 141 milljón króna viðskiptum.
Íslandsbanki, sem hækkaði lítillega í gær eftir að tilkynnt var um starfslok Birnu Einarsdóttur bankastjóra, hefur lækkað um 1,80% í 55 milljón króna viðskiptum.
Ölgerðin, sem birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs eftir loku markaða í dag, hefur lækkað um 1,67% í 130 milljón króna viðskiptum.
Af öllum félögum í Kauphöllinni hefur gengi Síldarvinnslunnar lækkað minnst eða 0,44% í 20 milljón króna viðskiptum.