Öll skráð fyrir­tæki á aðal­markaði hafa lækkað það sem af er degi, fyrir utan fast­eigna­fé­lagið Reginn sem stendur í stað.

Heildarveltan á markaði klukkan 12 í dag var 1,1 milljarður króna.

Al­vot­ech leiðir lækkanirnar en gengi lyfja­fyrir­tækisins hefur lækkað um 7,84% í 155 milljón króna við­skiptum.

Fjár­festingar­fé­lagið Skel hefur lækkað um 3,33% í 39 milljón króna við­skiptum, Sýn hefur lækkað 2,35% í 141 milljón króna við­skiptum.

Ís­lands­banki, sem hækkaði lítil­lega í gær eftir að til­kynnt var um starfs­lok Birnu Einars­dóttur banka­stjóra, hefur lækkað um 1,80% í 55 milljón króna við­skiptum.

Öl­gerðin, sem birtir upp­gjör fyrsta árs­fjórðungs eftir loku markaða í dag, hefur lækkað um 1,67% í 130 milljón króna við­skiptum.

Af öllum félögum í Kauphöllinni hefur gengi Síldarvinnslunnar lækkað minnst eða 0,44% í 20 milljón króna viðskiptum.