Raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða jákvæð um hálft prósent að meðaltali á árinu 2023, samanborið við 12% neikvæða raunávöxtun árið 2022, samkvæmt áætlun Landssamtaka lífeyrissjóða. Nafnávöxtun í fyrra var rúmlega 8% að meðaltali en verðbólga ársins var 7,7%.
„Undanfarið ár einkenndist af sveiflum, bæði á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum ásamt hárri innlendri verðbólgu,“ segir í tilkynningu Landssamtaka Lífeyrissjóða.
Ætlun samtakanna tekur mið af vegnu meðaltali alls eignasafns íslenskra lífeyrissjóða árið 2023. Endanlegar ávöxtunartölur verði birtar þegar ársreikningar sjóðanna fyrir árið 2023 liggja fyrir.
Landsamtökin ítreka að lífeyrissjóðir horfi til langtímaávöxtunar við fjárfestingar enda séu skuldbindingar þeirra til langs tíma. Árangur við ávöxtun til langs tíma skiptir því meginmáli.
Síðustu 10 ár hefur meðalraunávöxtun sjóðanna verið um 4,1% og 5 ára um 3,8% en til samanburðar er ávöxtunarviðmið skuldbindinga sjóðanna 3,5%.