Nafnávöxtun sameignardeildar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) í fyrra var neikvæð um 3,6% og raunávöxtun var neikvæð um 11,9%. „Fjárfestingarumhverfi var krefjandi á árinu og ber afkoma eignasafna þess merki,“ segir í fréttatilkynningu lífeyrissjóðsins.
„Verðbólga var sú mesta í áraraðir og stýrivextir hérlendis og erlendis hækkuðu umtalsvert. Í slíku umhverfi eiga fjármálamarkaðir jafnan erfitt uppdráttar en bæði hluta- og skuldabréf lækkuðu töluvert í verði bæði innanlands og erlendis.“
Fram kemur að árleg raunávöxtun sameignardeildarinnar sé nú 4,9% á síðustu fimm árum og 5,3% sé horft til síðustu tíu ára. Raunar er árleg raunávöxtun sameignardeildar LIVE 4,9% á síðustu þremur áratugum.
Í töflunni hér að neðan má sjá ávöxtun séreignardeilda LIVE í fyrra.
Ávöxtun séreignardeild LIVE árið 2022.
Raunávöxtun |
-11,9% |
-15,8% |
-13,2% |
-7,3% |
Iðgjöld til LIVE hækkuðu um 10,6% á milli ára og námu 42,5 milljörðum króna í fyrra en sjóðfélagar eru um 49 þúsund talsins. Lífeyrisgreiðslur hækkuðu um 15% á milli ára og námu 26,3 milljörðum króna. Um 22 þúsund sjóðfélagar LIVE eru á lífeyri.
Heildareignir sameignar- og séreignardeilda námu LIVE í árslok 1.173 milljörðum.
Í tilkynningunni segir að tryggingafræðileg staða hafi verið neikvæð um 5,6% í árslok 2022 en verið jákvæð um 3,5% árið áður. Breytingin komi til vegna samþykktabreytinga, verðbólgu og neikvæðrar ávöxtunar á árinu.
Leiðrétt: Tölur um raunávöxtun séreignardeilda hafa verið leiðréttar frá upphaflegu útgáfu fréttarinnar.