Í útboði ríkisins á hlutabréfum í Íslandsbanka fengu fagfjárfestar úthlutað bréfum fyrir samtals 3,7 milljarða króna í svokallaðri tilboðsbók B.

Alls fengu 56 aðilar úthlutun þar, að hluta til með tilboðum sem voru margfalt hærri en almenningi stóð til boða í tilboðsbók A.

Allir þeir sem fengu úthlutað í tilboðsbók B buðu 117,5 krónur á hlut eða hærra í útboðsferlinu og voru þau því samþykkt á grundvelli úthlutunarreglna.

Fagfjárfestarnir greiddu þó á endanum 106,56 krónur á hlut líkt og almenningur.

Þó að lífeyrissjóðir, bankar og hlutabréfasjóðir hafi verið umsvifamestir í B-bókinni fengu mörg einkahlutafélög að kaupa fyrir meira en 20 milljónir, sem var hámarkið í tilboðsbók A.

Um er að ræða félög sem stunda fasteignaviðskipti, hótelrekstur, eru tengd sjávarútvegi eða stunda aðra fjármálastarfsemi.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 5.995 kr. á mánuði