Red Bull, sem Öl­gerðin hefur verið dreifingar­aðili fyrir á Ís­landi, verður ekki hluti vöru­merkja fyrir­tækisins, sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri fyrir­tækisins.

Þar segir að samningi við Red Bull hefur verið sagt upp með sex mánaða fyrir­vara.

Andri Þór Guð­munds­son, for­stjóri Öl­gerðarinnar, segir í sam­tali við Við­skipta­blaðið að annar dreifingar­aðili muni taka við vöru­merkinu.

Red Bull, sem Öl­gerðin hefur verið dreifingar­aðili fyrir á Ís­landi, verður ekki hluti vöru­merkja fyrir­tækisins, sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri fyrir­tækisins.

Þar segir að samningi við Red Bull hefur verið sagt upp með sex mánaða fyrir­vara.

Andri Þór Guð­munds­son, for­stjóri Öl­gerðarinnar, segir í sam­tali við Við­skipta­blaðið að annar dreifingar­aðili muni taka við vöru­merkinu.

„Við verðum bara að vísa á Red Bull með það,“ segir Andri en vel­gengi Collab hefur verið horn í síðu Red Bull.

„Við erum líka í öðrum orku­drykkjum þannig þeir vilja leita á önnur mið þar sem þeir fá meiri fókus,“ segir Andri.

Sérstakt dótturfélag fyrir útrás Collab

Í upp­gjöri Öl­gerðarinnar er á­ætlað að nei­kvæð á­hrif á rekstrar­hagnað fyrir af­skriftir á næsta fjár­hags­ári séu 80 milljónir króna vegna þessa.

Öl­gerðin stefnir hins vegar að því að sækja fram með Collab heldur undir­búningur að út­flutningi á­fram.

„Til­rauna­sala hófst í Noregi og þar sem drykkurinn hefur verið kynntur hafa við­tökur verið góðar og er­lendir sölu­aðilar virðast hafa trú á vörunni. Ljóst er hins vegar sam­kvæmt reynslu að það tekur tíma og þolin­mæði að koma nýrri vöru á markað og því er horft til lang­tíma­sjónar­miða á þessum vett­vangi,” segir í upp­gjöri fé­lagsins.

Öl­gerðin hefur stofnað sér­stakt dóttur­fé­lag, Collab ehf., um út­flutning vörunnar, en það fé­lag kaupir vöruna full­unna af Öl­gerðinni til endur­sölu á er­lendum mörkuðum.

„Á næsta fjár­hags­ári er reiknað með því að fjár­festing í markaðs­setningu á nýjum mörkuðum er­lendis verði ekki undir 200 milljónum króna, en sá kostnaður verður endur­metinn eftir því hvernig tekst til í markaðs­setningu,“ segir í upp­gjörinu.