Bandaríska sjávarréttakeðjan Red Lobster er komin úr greiðslustöðvun með nýrri stjórn sem áætlar að snúa við blaðinu og koma veitingastaðnum aftur af stað. Fyrirtækið var keypt af RL Investor Holdings, sem er hluti af samstæðu Fortress Investment Group.

Bandaríska sjávarréttakeðjan Red Lobster er komin úr greiðslustöðvun með nýrri stjórn sem áætlar að snúa við blaðinu og koma veitingastaðnum aftur af stað. Fyrirtækið var keypt af RL Investor Holdings, sem er hluti af samstæðu Fortress Investment Group.

Nýjasti forstjóri Red Lobster er Damola Adamolekun, fyrrum forstjóri kínverska veitingastaðarins P.F. Chang. Adamolekun sagði að verið væri að hefja nýjan kafla með sterkum bakhjörlum.

Samkvæmt WSJ nemur langtímafjárfestingaráætlun Red Lobster meira en 60 milljónum dala.

Fyrirtækið sótti um gjaldþrotavernd í maí á þessu ári en margir fyrrum viðskiptavinir voru farnir að passa upp á budduna í ljósi verðbólgu. Red Lobster hafði reynt að laða til sín kúnna með tilboðum en þau áform urðu að engu.