RFC ehf., sem rekur Reebok Fitness heilsuræktarstöðvar á Íslandi, hagnaðist um 69 milljónir króna árið 2021 samanborið við 215 milljóna tap árið 2020.
Tekjur af æfingagjöldum jukust úr 372 milljónum í 568 milljónum á milli áranna 2020 og 2021 en árin þar á undan voru rekstrartekjur RFC yfir 750 milljónir. Félagið fékk 70,5 milljónir í opinbera styrki vegna Covid-19 á síðasta ári.
Rekstrargjöld námu 551 milljón árið 2021. Þar af voru laun og launatengd gjöld 142,7 milljónir. Að meðaltali unnu 25 starfsmenn hjá félaginu á árinu 2021.
Eignir RFC voru bókfærðar á 113,6 milljónir króna í lok síðasta árs og eigið fé nam 46,5 milljónum. Guðmundur Ágúst Pétursson á allt hlutafé RFC.