Reginn hf. hefur á­kveðið gera breytingar á val­frjálsu yfir­töku­til­boði sínu í allt hluta­fé Eikar fast­eigna­fé­lags eftir að stjórn Eikar lagðist gegn því að hlut­hafar sam­þykki yfir­töku­til­boð Regins í fé­lagið í gær­kvöldi.

Hlut­hafa­fundur Eikar fer fram á föstu­daginn en sam­kvæmt til­kynningu Regins til Kaup­hallarinnar í morgun hækkar til­boðs­verðið fyrir hvern hlut í Eik, kvaða- og veð­banda­lausan, úr 0,452 hlutum í til­boðs­gjafa í 0,489 hluti í til­boðs­gjafa.

Taki allir hlut­hafar Eikar hinu breytta til­boði munu þeir fá í endur­gjald að há­marki 1.670.351.049 hluti eða 48,0% út­gefins hluta­fjár í Reginn í kjöl­far við­skipta miðað við út­gefið hluta­fé Regins í gær.

Í greinargerð stjórnar Eikar til hluthafa kom fram að stjórnin taldi hlutfall hluthafa Eikar í Reginn ósanngjarnt.

Telja 50,6% sanngjarnt hlutfall

Stjórn Regins til­kynnti þann 8. júní síðast­liðinn að hún hefði á­kveðið að leggja fram val­frjálst yfir­töku­til­boð í allt hluta­fé Eikar. Sam­kvæmt upp­haf­lega til­boðinu myndu hlut­hafar Eikar fá 46% út­gefins hluta­fjár í Regin.

Gengi Eikar var þann dag 10,4 krónur en gengi til­boðs­gjafa var 23 krónur. Gengi Eikar hefur hækkað um 13,5% síðan þá á meðan gengi Regins hefur lækkað um 5,2% miðað við dagsloka­gengi gær­dagsins.

Hlut­fall hlut­hafa Eikar í sam­einuðu fé­lagi væri því 47,9% en ekki 46%.

Í greinar­gerð stjórnar Eikar frá því gær­kvöldi segir að Arcti­ca Finance hafi veitt fé­laginu ráð­gjöf í ferlinu en að þeirra mati væri sann­gjarnt hlut­fall hlut­hafa Eikar 50,6% á móti 49,4% hlut­falli hlut­hafa Regins. Miðast matið við 6,2% fjár­magns­kostnað hjá báðum fé­lögum.

Í greinar­gerðinni segir einnig að allir stjórnar­menn Eikar sem einnig eigi hlut í fé­laginu hyggist hafna til­boði Regins.

Starfs­fólk Eikar hefur einnig skilað inn á­liti sínu á yfir­töku­til­boðinu til stjórnar­for­manns og for­stjóra en í því segir að al­mennt telji starfs­menn að yfir­töku­til­boðið hafi slæm á­hrif á störf starfs­fólks fé­lagsins.