Regus á Íslandi skrifaði á miðvikudaginn undir samning um leigu á allri ‏þriðju hæðinni í nýja skrifstofuhúsnæðinu að Hallgerðargötu 13, við hliðina á gamla Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandsreitnum. Samningurinn, sem tekur gildi 1. janúar 2024, er til tíu ára með möguleika á framlengingu um fimm ár.

„Við erum að verða okkur úti um hágæða skrifstofuhúsnæði sem verður sniðið að nýjustu stöðlum Regus, t.d. þegar kemur að loft- og hljóðgæðum sem þarf í svona dýnamískt umhverfi. Þetta verður á pari við helstu staðsetningar Regus í London, New York og Dubai,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz, eigandi Regus á Íslandi.

Regus á Íslandi skrifaði á miðvikudaginn undir samning um leigu á allri ‏þriðju hæðinni í nýja skrifstofuhúsnæðinu að Hallgerðargötu 13, við hliðina á gamla Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandsreitnum. Samningurinn, sem tekur gildi 1. janúar 2024, er til tíu ára með möguleika á framlengingu um fimm ár.

„Við erum að verða okkur úti um hágæða skrifstofuhúsnæði sem verður sniðið að nýjustu stöðlum Regus, t.d. þegar kemur að loft- og hljóðgæðum sem þarf í svona dýnamískt umhverfi. Þetta verður á pari við helstu staðsetningar Regus í London, New York og Dubai,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz, eigandi Regus á Íslandi.

Hæðin er um 1.550 fermetrar og er gert ráð fyrir fleiri en 50 sérrýmum ásamt opnum rýmum, samvinnurýmum og fundarherbergjum.

Með þessari nýjustu viðbót verður Regus með a.m.k. fjórtán skrifstofusetur á Íslandi í byrjun næsta árs. Regus er með staði í Keflavík, Borgarnesi, Stykkishólmi, á Siglufirði, Ísafirði, Akureyri, og Egilsstöðum. Á höfuðborgarsvæðinu er félagið með skrifstofukjarna á Hafnartorgi og í Suðurhrauni 10 í Garðabæ en nýtingin á þessum tveimur stöðum hefur verið um 90-96% að undanförnu.

„Okkar markmið er að það verði ekki nema 15 mínútur að hámarki á milli staða í netinu okkar. Við viljum bjóða fólki möguleika á að draga úr ferðatíma á milli heimilis og vinnu,“ segir Tómas Hilmar og bætir við að Regus sé stöðugt að leita að tækifærum og er nú skoða húsnæði á Höfðasvæðinu.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun um Regus og nýja skrifstofuhúsnæðið í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Rætt er við Mark Dixon, stofnanda og forstjóra alþjóðlegu Regus-samstæðunnar um breytta vinnuhætti og framtíð skrifstofunnar.