Regus á Íslandi hefur opnað nýtt skrifstofusetur í Suðurhrauni 10, Garðabæ og verður það því níunda skrifstofusetrið sem Regus starfrækir hér á landi. Fyrirtækið áætlar að opna fleiri skrifstofusetur á Íslandi á árunum 2022 og 2023, að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

Boðið verður upp á fastar skrifstofur, „co-working“ aðstöðu, fjarfundarými, betri stofu fyrir aðildarmeðlimi, sérhönnuð viðtals- og ráðgjafarými, fullbúna fundaraðstöðu hvort sem aðilar eru með fastan samning eða ekki ásamt því að á staðnum er sérhannað Play Room rými með bæði billjardborði og píluspjöldum.

„Með opnun í Garðabæ er verið að þétta þjónustunet Regus á Íslandi til að verða við kröfu viðskiptavina og umhverfisins í heild að geta unnið Hybrid hvar og hvenær sem fólk og fyrirtæki ákveða að staðsetja sig hverju sinni,“ segir í tilkynningunni.

Regus er nú með aðstöðu á níu stöðum á Íslandi ásamt 5.500 staðsetingum í 127 löndum, 900 borgum og yfir 850 flugvöllum.

Erna Karla Guðjónsdóttir, framkvændastjóri Regus á Íslandi;

„Með opnum Regus í Garðabæ erum við koma til móts við aðila sem búa í Hafnarfirði, Kópavogi og nágrenni og er þetta góð viðbót við þau skrifstofusetur okkar víða um land. Með þessu erum við að auka við þjónustu og sveigjanleika fyrir fólk og fyrirtæki sem ýmist er eða verða í viðskiptum við Regus til framtíðar. Stefna Regus er  að fólk geti starfað hvar sem er nálagt sinni heimabyggð og í sínu nærumhverfi án þess að þurfa að verja miklum og dýrmætum tíma í umferðinni. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir gera einnig kröfu um að fara betur með fjármagn og því hentar vel að greiða aðeins fyrir þá þjónustu sem þörf er á. Einnig er þetta liður í því að bæta umhverfið og fellur vel að kolefnisáætlun okkar á heimsvísu. Við verðum kolefnislaust fyrirtæki á þessu ári, fyrst allra fyrirtækja í þessari starfsgrein.“