Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, hafa undirritað samning sem kveður á um að nýtt hjúkrunarheimili sem byggt verður að Vestursíðu 13 í Glerárhverfinu á Akureyri, að því er kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að heimilið verði tilbúið til notkunar árið 2026. Miðað er við pláss fyrir 80 íbúa í stað 60 samkvæmt eldri samningi.
Áætlaður heildarkostnaður nemur tæpum 4,3 milljörðum króna sem skiptist þannig að 85% greiðast úr ríkissjóði en 15% greiðir Akureyrarbær.
„Ráðist verður í framkvæmdina á grundvelli alútboðs þar sem reynslan sýnir að sú leið getur stytt framkvæmdatíma og leitt til meiri hagkvæmni.“
Samkvæmt viðmiðum ráðuneytisins um skipulag hjúkrunarheimila frá árinu 2022 er gert ráð fyrir að hjúkrunarheimilum sé skipt niður í nokkrar litlar heimiliseiningar með um 8-11 einkarýmum ásamt sameiginlegum rýmum fyrir íbúa og starfsfólk.