Hlutabréf Reita lækkuðu um 2,53% við lokun Kauphallarinnar í dag og nam velta félagsins um 210 milljónir króna. Hlutabréfaverð fasteignafélagsins er nú 77 krónur á hvern hlut.

Gengi Alvotech lækkaði einnig um 0,85% og eins lækkaði Icelandair um 1,33%.

Úrvalsvísitalan lækkaði að auki um 0,99% en hún hafði hækkað lítillega eftir lokun markaðarins í gær.

Ölgerðin hækkaði sig um sess í Kauphöllinni í dag um 0,39% og stendur hlutabréfaverð félagsins nú í 12,8 krónum á hvern hlut.