Reitir og Urriða­holt ehf. hafa undir­ritað sam­komu­lag um kaup Reita á fé­laginu Húsið í hverfinu ehf., sem á tæp­lega 2.500 fm. skrif­stofu- og verslunar­hús­næði við Urriða­holts­stræti 2 í Garða­bæ.

Hús­næðið var byggt 2022 og hýsir m.a. skrif­stofur Bláa lónsins og Kram­búðina. Vegin meðal­lengd leigu­samninga hússins er 7,4 ár.

Heildar­virði er 1,46 milljarðar og eru kaupin að fullu fjár­mögnuð með hand­bæru fé og láns­fé. Leigu­tekjur á árs­grundvelli eru um 110 milljónir króna og er á­ætlaður rekstrar­hagnaður 95 milljónir.

Reitir og Urriða­holt ehf. hafa undir­ritað sam­komu­lag um kaup Reita á fé­laginu Húsið í hverfinu ehf., sem á tæp­lega 2.500 fm. skrif­stofu- og verslunar­hús­næði við Urriða­holts­stræti 2 í Garða­bæ.

Hús­næðið var byggt 2022 og hýsir m.a. skrif­stofur Bláa lónsins og Kram­búðina. Vegin meðal­lengd leigu­samninga hússins er 7,4 ár.

Heildar­virði er 1,46 milljarðar og eru kaupin að fullu fjár­mögnuð með hand­bæru fé og láns­fé. Leigu­tekjur á árs­grundvelli eru um 110 milljónir króna og er á­ætlaður rekstrar­hagnaður 95 milljónir.

Seljandi Hússins í hverfinu ehf. er fé­lagið Urriða­holt ehf. sem er í 65% eigu Styrktar- og líknar­sjóðs Odd­fellowa og 35% eigu Visku­steins ehf., fé­lags í aðal­eigu bræðranna Sigurðar Gísla og Jóns Pálma­sona sem eru gjarnan kenndir við Ikea.

Reitir kynntu um miðjan maí­mánuð nýja stefnu sem á m.a. að stuðla að auknum vaxtar­hraða fé­lagsins á næstu fimm árum. Guðni Aðal­steins­son, sem tók við sem for­stjóri Reita í apríl, var í ítar­legu við­tali um stefnuna hjá Við­skipta­blaðinu á dögunum.