Reitir fast­eigna­fé­lag segir að á­hrif brunans í Kringlunni séu mest á af­mörkuðu svæði sem spannar um 10 af um 150 rekstrar­einingum í húsinu. Fast­eigna­fé­lagið sé vel tryggt og hefur sam­starf við Sjó­vá verið gott. Staðan verður metin með tryggingar­fé­laginu á næstu dögum.

Reitir fast­eigna­fé­lag segir að á­hrif brunans í Kringlunni séu mest á af­mörkuðu svæði sem spannar um 10 af um 150 rekstrar­einingum í húsinu. Fast­eigna­fé­lagið sé vel tryggt og hefur sam­starf við Sjó­vá verið gott. Staðan verður metin með tryggingar­fé­laginu á næstu dögum.

„Á laugar­daginn kviknaði eldur í þaki austur­hluta Kringlunnar. Hugur Reita er með verslunar­eig­endum og er á­herslan nú á að vinna hratt með þeim að við­gerðum svo verslanirnar geti opnað aftur sem allra fyrst,“ segir í Kaup­hallar­til­kynningu.

Til stendur að opna Kringluna á fimmtu­daginn en hún hefur verið lokuð frá því á laugar­daginn.

„Staðan verður að fullu metin með trygginga­fé­laginu á næstu dögum en ekki er fyrir­sjáan­legt að bruninn hafi á­hrif á af­komu­horfur Reita vegna ársins 2024“ segir í Kaup­hallar­til­kynningu.

Sam­sett hlut­fall Sjó­vá á fyrsta árs­fjórðungi var 97%. Sam­sett hlut­fall er sú stærð sem helst er horft til í trygginga­rekstri er sam­sett hlut­fall, sem sýnir hlut­fall kostnaðar af ið­gjöldum, en um er að ræða að­ferð sem sýnir hvernig rekstur vá­trygginga­hluta trygginga­fé­laga gengur.

Ef hlut­fallið er 100% duga ið­gjöld til­tekins tíma­bils fyrir öllum gjöldum sama tíma­bils en ef hlut­fallið er yfir 100% standa ið­gjöld ekki undir kostnaði og tap er af vá­trygginga­rekstrinum.

Af­koma Sjó­vá af vá­trygginga­samningum fyrir árið 2024 var á­ætluð í árs­hluta­upp­gjöri fyrsta árs­fjórðungs í kringum 1,1 til 1,6 milljarðar og sam­sett hlut­fall 95-97%.