Hlutabréf fasteignafélagsins Reita hækkuðu um 5,6% í eins milljarðs króna veltu í dag en 500 milljóna króna viðskiptu fóru í gegn um tíuleytið. Gengi Reita stendur nú í 104 krónum á hlut og hefur ekki verið hærra frá því í júní 2017. Markaðsvirði fasteignafélagsins nemur nú 75 milljörðum króna.

Fasteignafélagið Eik hækkaði einnig um 4% en talsvert minni velta var með bréf Eikar en Reita eða um 93 milljónir. Gengi Eikar stendur í 15,5 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra en félagið hefur hækkað um þriðjung frá 30% frá áramótum. Reginn, þriðja fasteignafélagið á aðalmarkaðnum, hækkaði einnig um hálft prósent í dag.

Hlutabréf Icelandair lækkuðu um 1,3% í 150 milljóna veltu og standa nú í 1,979 krónum á hlut. Icelandair endaði gærdaginn í genginu 2,0 krónur á hlut eftir að hafa farið niður í 1,5 krónur þann 8. mars.

Nærri 8 milljarða króna velta var á skuldabréfamarkaðnum í dag. Ávöxtunarkrafa á óverðtryggðum ríkisbréfum lækkuðu um 10-15 punkta í flokkunum með mestu veltuna.