Hjálmari Jónssyni, framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, BÍ, hefur verið sagt upp störfum eftir áratuga starf hjá félaginu.
Í samtali við mbl.is kemur fram að ekki hefur verið óskað eftir frekara vinnuframlagi hans á uppsagnarfrestinum og hverfur Hjálmar því frá störfum í dag.
Hann segist ekki telja formanninn, Sigríði Dögg Auðunsdóttir, starfi sínu vaxinn og heldur ekki að fólk sem hvorki hafi hreinan skjöld í fjármálum né gefi skýringar á þeim eigi að vera í forsvari fyrir félag eins og BÍ.
Hjálmar hefur starfað sem framkvæmdastjóri félagsins frá 2003 en hann hefur þar að auki starfað fyrir félagið síðan 1989. Hann var þá formaður til ársins 2021 þegar hann ákvað að stíga til hliðar og var þá Sigríður Dögg kjörin í hans stað.
Í tilkynningu frá Blaðamannafélaginu segir að trúnarbrestur hafi orðið milli stjórnar og framkvæmdastjóra sem stjórnin taldi sig ekki geta leyst úr. Var það þá niðurstaða stjórnar að framkvæmdastjóri myndi láta af störfum svo tryggja mætti viðunandi starfsskilyrði á skrifstofu félagsins.