Hagnaður Sorpu bs. dróst saman um 596 milljónir króna á síðasta ári og nam 91 milljón króna. Tekjur félagsins námu 6,7 milljörðum króna og jukust um 896 milljónir, eða 16%, á milli ára. Rekstrargjöld jukust aftur á móti verulega á milli ára eða um 30% úr 4,9 milljörðum króna árið 2022 í 6,4 milljarða árið 2023. Rekstrarhagnaður nam því 319 milljónum í fyrra, samanborið við 906 milljónir árið áður.

Hagnaður Sorpu bs. dróst saman um 596 milljónir króna á síðasta ári og nam 91 milljón króna. Tekjur félagsins námu 6,7 milljörðum króna og jukust um 896 milljónir, eða 16%, á milli ára. Rekstrargjöld jukust aftur á móti verulega á milli ára eða um 30% úr 4,9 milljörðum króna árið 2022 í 6,4 milljarða árið 2023. Rekstrarhagnaður nam því 319 milljónum í fyrra, samanborið við 906 milljónir árið áður.

Árið 2019 velti Sorpa 3,8 milljörðum króna og hefur velta félagsins því aukist um 73% á fjórum árum. Rekstrargjöld námu 3,5 milljörðum árið 2019 og hafa aukist um 70% frá árinu 2019.

Móttökutekjur Sorpu drógust lítillega saman á milli ára og námu rúmlega 2,5 milljörðum króna en tekjur af endurvinnsluafurðum jukust um rúmlega hálfan milljarð og námu tæplega einum og hálfum milljarði króna. Tekjur endurvinnslustöðva jukust um 286 milljónir króna og námu rúmlega tveimur milljörðum króna í fyrra. Þá námu tekjur af nytjamarkaðnum Góða hirðinum 528 milljónum króna í fyrra samanborið við 444 milljónir árið áður. Í ársreikningi Sorpu kemur fram að frá opnun nýrrar og endurbættrar verslunar Góða hirðisins 1. apríl árið 2023 hafi salan aukist um 38%.

Rekstrargjaldaliðurinn rekstur, móttaka, flutningur, og ráðstöfun úrgangs hækkaði verulega milli ára, eða alls úr rúmlega 1,6 milljörðum árið 2022 í rúmlega 2,4 milljarða árið 2023. Eyðingargjöld nærri fjórfölduðust á milli ára og námu 281 milljón, flutningagjöld jukust um 18% og námu 732 milljónum og gjöld vegna véla- og gámaleiga jukust um 58% og námu 710 milljónum á síðasta ári. Þá nærri tvöfaldaðist kostnaður vegna tækniaðstoðar og nam 281 milljón. Kostnaður af rekstri húsnæðis Sorpu nam 571 milljón í fyrra og jókst um 32% milli ára. Þá nam kynningar- og auglýsingakostnaður 88 milljónum krónum og tæplega nífaldaðist frá fyrra ári.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.