Takist ekki að afla viðbótarfjármagns er veruleg óvissa um rekstrarhæfi Skagans 3X. Félagið hefur á síðastliðnum árum notið stuðnings hluthafa síns, en ekki er hægt að tryggja slíkan stuðning í framtíðinni. Af þeim sökum vinnur það að því að bæta eiginfjárstöðu félagsins í samstarfi við kröfuhafa og nýja fjárfesta. Skaginn 3X hefur þegar fengið eftirgjöf skulda frá hluthafa sínum en jafnframt er unnið að frekari eftirgjöf skulda og nýrri hlutafjáraukningu með ráðgjöfum félagsins, ásamt því að draga frekar úr kostnaði til að tryggja rekstrarhæfi.

Takist ekki að afla viðbótarfjármagns er veruleg óvissa um rekstrarhæfi Skagans 3X. Félagið hefur á síðastliðnum árum notið stuðnings hluthafa síns, en ekki er hægt að tryggja slíkan stuðning í framtíðinni. Af þeim sökum vinnur það að því að bæta eiginfjárstöðu félagsins í samstarfi við kröfuhafa og nýja fjárfesta. Skaginn 3X hefur þegar fengið eftirgjöf skulda frá hluthafa sínum en jafnframt er unnið að frekari eftirgjöf skulda og nýrri hlutafjáraukningu með ráðgjöfum félagsins, ásamt því að draga frekar úr kostnaði til að tryggja rekstrarhæfi.

Þetta kemur fram í skýrslu stjórnar í ársreikningi Skagans 3X ehf. fyrir árið 2023. Þar segir jafnframt að á síðasta ári hafi verið farið í endurskipulagningu á rekstrinum til að ná fram hagræðingu í rekstri. Þrjú dótturfélög voru sameinuð Skaganum 3X ehf., en þau eru Lambhúsasund ehf., 3X Technology ehf. og Þorgeir og Ellert ehf.

Til marks um slæma fjárhagsstöðu Skagans 3X var eigið fé félagsins neikvætt um 3,3 milljarða króna í lok síðasta árs.

1,3 milljarða eftirgjöf skulda

Skaginn 3X velti 4,4 milljörðum króna á síðasta ári en árið áður nam velta félagsins rétt rúmlega 1 milljarði króna. Þess ber þó að geta að eins og fyrr segir voru þrjú dótturfélög sameinuð Skaganum 3X. Samkvæmt ársreikningum dótturfélaganna veltu þau alls 581 millljón árið 2022 og nam heildarvelta Skagans 3X og dótturfélaganna því 1,6 milljörðum árið 2022. Þar af leiðandi hátt í þrefaldaðist veltan á milli ára. Rekstrargjöld námu 5,2 milljörðum króna á síðasta ári, en samanlögð rekstrargjöld Skagans 3X og dótturfélaganna þriggja námu 2,2 milljörðum árið 2022.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.