Tap fraktflugfélagsins Bláfugls, sem starfar undir merkjum Bluebird Nordic, nam 620 milljónum króna í fyrra. Félagið tvöfaldaði flugflotann sinn og jók tekjur um 75% á milli ára. Tekjur félagsins námu átta milljörðum króna í fyrra. Eigið fé í árslok var neikvætt um tæpar 230 milljónir króna og í ársreikningnum fyrir síðasta ár kemur fram að fjárhagslegar aðstæður félagsins geti bent til vafa á rekstrarhæfi. Á þessu ári hafi félagið hins vegar fengið fjárhagslega aðstoð frá samstæðunni og er það mat stjórnenda að félagið verði rekstrarhæft í fyrirsjáanlegri framtíð.

Félagið er að fullu í eigu litáíska félagsins Avia Solution Group sem keypti félagið í mars 2020 af BB Holding. Sigurður Örn Ágústsson var framkvæmdastjóri Bláfugls þar til í apríl en er nú stjórnarformaður félagsins.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.