Rekstrarhagnaður Íslandshótela fyrir afskriftir jókst úr 904 milljónir króna í 1.290 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Hótelkeðjan tapaði 589 milljónum króna eftir skatta á fyrri hluta ársins. Íslandshótel birtu árshlutareikning í dag.
Tekjur félagsins jukust úr 5,2 milljörðum króna fyrstu sex mánuði ársins 2022 í 6,7 milljarða fyrir sama tímabil þessa árs.
Rekstrarhagnaður Íslandshótela fyrir afskriftir jókst úr 904 milljónir króna í 1.290 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Hótelkeðjan tapaði 589 milljónum króna eftir skatta á fyrri hluta ársins. Íslandshótel birtu árshlutareikning í dag.
Tekjur félagsins jukust úr 5,2 milljörðum króna fyrstu sex mánuði ársins 2022 í 6,7 milljarða fyrir sama tímabil þessa árs.
„Íslandshótel halda sókn sinni áfram eftir erfiðleika síðustu ára og við erum á áætlun með að ná vopnum okkar aftur. Þó kom ákveðið bakslag í þá vinnu þegar verkfallsaðgerðir Eflingar komu til sögunnar og höfðu þær áhrif á reksturinn á tímabilinu. Þá er ekki hægt að líta fram hjá hækkandi verðlagi og vaxtastigið er enn óvissuþáttur í okkar rekstri eins og annarra. Fjölgun ferðamanna er hins vegar áþreifanleg og við horfum bjartsýn til framtíðar,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela.
Væntingar eru til þess að fjöldi ferðamanna á árinu verði 2,1 milljón og fjöldinn næsta ár verði svipaður og undanfarin ár. Íslandshótel segja þó ákveðna óvissu ríkja með komu ferðamanna frá Asíu, en sá markaður hafi ekki enn tekið við sér að fullu eftir heimsfaraldurinn.