Álverið í Straumsvík hagnaðist um 8,6 milljónir dala í fyrra, eða sem nemur um 1,2 milljörðum króna, en tap var af rekstrinum árið 2023. Framlegð dróst saman um 36% milli ára en annar rekstrarkostnaður helmingaðist á sama tíma.

Rekstrartap (EBIT) nam 1,1 milljón dala eða 165 milljónum króna, samanborið við 15,6 milljóna dala rekstrartap árið 2023

Í skýrslu stjórnar segir að tekjur hafi aukist lítillega þrátt fyrir minni framleiðslu steypuskála vegna raforkuskerðinga og markaðsaðstæðna. Þá hækkaði súrálsverð verulega á fjórða ársfjórðungi vegna truflana í aðfangakeðjum á markaði.

Horfur í starfsemi álversins séu almennt góðar en álverð var 8% hærra að meðaltali 2024 en árið á undan. Heildareftirspurn eftir áli muni áfram verða leidd af orkuskiptum, einkum eftir rafmagnsbílum og framleiðslu endurnýjanlegrar raforku sem setji álverið í sterka stöðu.

Lykiltölur / Rio Tinto á Íslandi ehf.

2024 2023
Rekstrartekjur 84.298 84.097
Eigið fé 75.421 73.155
Eignir 98.072 96.703
Afkoma 1.189 -889
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.