Rekstrarniðurstaða A-hluta Kópavogsbæjar var jákvæð um 451 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins, en til samanburðar var hún neikvæð um 1,4 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Þá hafði áætlun bæjarfélagsins gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan yrði neikvæð um 370 milljónir.
Rekstrarniðurstaða A- og B-hluti Kópavogsbæjar var jákvæð um 528 milljónir, samkvæmt árshlutareikningi sem bæjarfélagið birti í hádeginu í dag.
Rekstrarniðurstaða A-hluta Kópavogsbæjar var jákvæð um 451 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins, en til samanburðar var hún neikvæð um 1,4 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Þá hafði áætlun bæjarfélagsins gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan yrði neikvæð um 370 milljónir.
Rekstrarniðurstaða A- og B-hluti Kópavogsbæjar var jákvæð um 528 milljónir, samkvæmt árshlutareikningi sem bæjarfélagið birti í hádeginu í dag.
„Rekstur Kópavogsbæjar er sterkur og 840 milljónum króna umfram áætlanir. Afkoman er jákvæð þrátt fyrir þráláta verðbólgu og háa vexti,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs.
„Þá er verulegt styrkleikamerki að veltufé frá rekstri sé rúmlega tveir og hálfur milljarður króna sem er lykiltala í ársreikningi og það svigrúm sem reksturinn gefur til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána.“
Hún bætir við að fjárhagsstaða Kópavogsbæjar byggi á traustum grunni þar sem rík áhersla hefur verið á að forgangsraða fjármunum í grunnþjónustu en hagræða á sama tíma.
Fram kemur að tekið er tillit til úthlutunar byggingarlóða í uppgjörinu, m.a. í Vatnsendahvarfi í, og eru tekjufærð byggingarréttargjöld 600 milljónir króna á fyrri hluta árs.