Sentor ehf., rekstrarfélag fasteignasölunnar Re/Max á Íslandi, hagnaðist um 98 milljónir króna árið 2024 samanborið við 900 þúsund króna tap árið áður.

Stjórn félagsins gerir tillögu um að greiddur verði arður allt að fjárhæð 50 milljónir króna til hluthafa á árinu 2025 vegna rekstrar ársins 2024, að því er segir í nýbirtum ársreikningi.

82% tekjuaukning

Rekstrartekjur Sentor námu 1.653 milljónum króna, samanborið við 905 milljónir árið áður og jukst um 747 milljónir eða 82,5% milli ára. Þess má geta að kaupsamningum á íslenska fasteignamarkaðnum fjölgaði um tæplega 38% á milli áranna 2023 og 2024, samkvæmt gögnum HMS:

Rekstrargjöld fasteignasölunnar jukust um 67% milli ára og námu 1.514 milljónum. Þar af voru laun og tengd gjöld 160 milljónir króna. Ársverkum fjölgaði úr 13 í 16 milli ára.

Rekstrargjöld jukust um 4,2% og námu 1.094 milljónum. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) dróst saman um helming milli ára og nam um 57 milljónum.

Eignir Sentor námu 630 milljónum króna í árslok 2024 og eigið fé var um 297 milljónir.

Hluthafar Sentor í árslok 2024

Hluthafi Eignarhlutur
Ástþór Reynir Guðmundsson 30%
Gunnar Sverrir Harðarson 30%
Þórarinn Arnar Sævarsson 30%
Magnús Filip Sævarsson 5%
Sveinn Gíslason 5%