Þróunaráætlun Kadeco fyrir Ásbrú, K64, gerir ráð fyrir að uppbyggingu lokinni muni um fimmtán þúsund manns búa á svæðinu og íbúafjöldi því nærri fjórfaldast. Í dag búa um 22 þúsund manns í Reykjanesbæ svo íbúafjöldinn mun aukast um helming.
„Hverfið býður vel upp á að íbúafjöldinn sé stóraukinn. Það er búið að leggja vegi, veitukerfi og aðra nauðsynlega innviði. Ríkið fékk ekki bara afhent mannvirki frá varnarliðinu á sínum tíma heldur einnig alla innviði sem það hafði byggt upp. Auðvitað þarf að byggja upp einhverja nýja innviði samhliða uppbyggingunni en flest allir eru nú þegar til staðar. Því er hægt að setja mikið púður í að byggja upp góð úti- og leiksvæði og fegra umhverfið almennt,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco.
Þróunaráætlunin nær til ársins 2050 og er gert ráð fyrir að íbúar verði þá orðnir, eins og fyrr segir, um fimmtán þúsund.
Pálmi segir að í fyrsta áfanganum, þar sem a.m.k. 150 íbúðir munu rísa, megi reikna með að íbúum fjölgi um 500. Reiknað sé með að þeim framkvæmdum verði lokið eftir u.þ.b. fimm ár. Samhliða muni hefjast uppbygging á fleiri reitum og því verði fleiri verkefni í gangi en þetta eina næstu fimm árin.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út á dögunum. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild sinni hér.