Sjóð­stýringar­fyrir­tækið Stefnir hefur unnið greiningar á fjár­málum sveitar­fé­laganna síðast­liðin ár en sam­kvæmt greiningu fyrir­tækisins á árs­reikningum síðasta árs kom Reykja­nes­bær best út. Niðurstöðurnar eru að finna neðst í fréttinni.

Rekstrar­niður­staða A og B hluta Reykja­nes­bæjar var já­kvæð um 2,4 milljarða í fyrra.

Rekstrar­niður­staða A-hluta var jákvæð um 1,45 milljarða og er það mun betri niður­staða en gert var ráð fyrir.

Líkt og hjá öðrum sveitar­fé­lögunum munaði þar mestu að út­svars­tekjur voru hærri en á­ætlað var.

Aukið veltu­fé frá rekstri var nýtt til nauð­syn­legrar inn­viða­upp­byggingar vegna mikillar fjölgunar íbúa síðustu árin og í ýmis við­halds­verk­efni vegna raka­skemmda.

Sjóð­stýringar­fyrir­tækið Stefnir hefur unnið greiningar á fjár­málum sveitar­fé­laganna síðast­liðin ár en sam­kvæmt greiningu fyrir­tækisins á árs­reikningum síðasta árs kom Reykja­nes­bær best út. Niðurstöðurnar eru að finna neðst í fréttinni.

Rekstrar­niður­staða A og B hluta Reykja­nes­bæjar var já­kvæð um 2,4 milljarða í fyrra.

Rekstrar­niður­staða A-hluta var jákvæð um 1,45 milljarða og er það mun betri niður­staða en gert var ráð fyrir.

Líkt og hjá öðrum sveitar­fé­lögunum munaði þar mestu að út­svars­tekjur voru hærri en á­ætlað var.

Aukið veltu­fé frá rekstri var nýtt til nauð­syn­legrar inn­viða­upp­byggingar vegna mikillar fjölgunar íbúa síðustu árin og í ýmis við­halds­verk­efni vegna raka­skemmda.

Fjár­festingar Reykja­nes­bæjar námu 4.965 milljónum króna í A-hluta bæjar­sjóðs og 7.713 milljónum króna í saman­teknum árs­reikningi A- og B-hluta.

Sveitar­fé­lagið réðst í marg­vís­lega upp­byggingu á vegum þar á meðal byggingu í­þrótta­húss og sund­laugar við Stapa­skóla auk tveggja leik­skóla sem ráð­gert er að taka í notkun síðar á árinu 2024.

Í stiga­töflu Stefnis fengu mis­munandi rekstrar­þættir mis­munandi vigt. Til að mynda fengu tekjur um 9% vigt í stiga­gjöfinni þar sem tekjurnar eru að mestu af­leiða þess hver laun íbúa eru. Sveitar­fé­lög hafa því tak­mörkuð tök á tekjum sínum en geta þó gert margt til þess að auka þær.

Stærsti kostnaðar­liður sveitar­fé­laga er alla jafna launa­kostnaður og því er mikil­vægt að sveitar­fé­lög haldi launa­kostnaði við­ráðan­legum og nái fram ein­hverri stærðar­hag­kvæmni í starfs­manna­fjölda. Þar með fær rekstrar­hag­kvæmni 13% vigt í stiga­gjöfinni.

Líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um síðustu daga má sjá að launakostnaður á hvern íbúa hefur aukist mikið síðastliðin ár og eru borgarstarfsmönnum að fjölga hraðar en íbúar hjá mörgum sveitarfélögum.

Einnig er lögð áhersla á skuldir og hvort EBITDA sé að fylgja aukinni skuld­setningu. Því fær efna­hagur, sam­band skulda og eigna, 26% vigt.

Af­koma fær síðan 33% vigt í stiga­gjöfinni en þar er EBITDA og rekstrar­niður­staða skoðuð m.a. með því að skoða veltu­fé frá rekstri sem er góður mæli­kvarði á greiðslu­getu sveitar­fé­laga.

Fjár­festing sem ætti að skila fram­tíðar­tekjum fyrir sveitar­fé­lög fær 11% í vigt. Sjá má hér að neðan hvernig sveitarfélögin komu út úr greiningu Stefnis.

Þessi umfjöllun er hluti af lengri greiningu Viðskiptablaðsins á fjármálum sveitarfélaganna. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild sinni hér.