Sex af tólf stærstu sveitarfélögum landsins lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði til að mæta mikilli hækkun fasteignamats, samkvæmt frumvörpum til fjárhagsáætlana eða samþykktum fjárhagsáætlunum fyrir næsta ár. Þetta kemur fram í úttekt Félags atvinnurekenda (FA).
„FA fagnar því að svo mörg sveitarfélög hafi orðið við áskorunum félagsins um lækkun skatthlutfalla, en telur að fleiri hefðu mátt gera slíkt hið sama, sérstaklega Reykjavíkurborg, sem innheimtir um helming fasteignaskatta á landinu.“
FA hefur tekið saman álagningu fasteignaskatta í ár og fyrirhugaða álagningu árið 2023 hjá tólf stærstu sveitarfélögum landsins sem sjá má í töflunni hér að neðan. Bent er á að þrátt fyrir breytingar á skattprósentum aukist tekjur allra sveitarfélaga af fasteignasköttum töluvert.
„Það sem stingur mest í augu er að Reykjavíkurborg skuli ekki hreyfa skattprósentuna. Það þýðir að fyrirtæki í Reykjavík greiða 1,7 milljörðum króna meira í fasteignaskatt á næsta ári en þessu ári,“ segir Ólafur.
Ólafur segir að FA muni halda áfram að berjast fyrir breytingum á kerfi fasteignaskatta þannig að þeir verði gegnsæir og skiljanlegir og elti ekki sveiflur í eignaverði eins og nú er.