Juris er í hópi stærri lögmannsstofa á Íslandi og leggur áherslu á lögfræði á sviði viðskipta og fjármála. Meðal viðskiptavina stofunnar eru ríki og sveitarfélög, lífeyrissjóðir, fjármálafyrirtæki, fjárfestar og fyrirtæki úr öllum geirum atvinnulífsins, innlend sem erlend.

Hólmfríður Björk Sigurðardóttir, eigandi hjá Juris, bendir á að margir viðskiptavina stofunnar hafi verið í viðskiptum við stofuna um árabil.

Juris er í hópi stærri lögmannsstofa á Íslandi og leggur áherslu á lögfræði á sviði viðskipta og fjármála. Meðal viðskiptavina stofunnar eru ríki og sveitarfélög, lífeyrissjóðir, fjármálafyrirtæki, fjárfestar og fyrirtæki úr öllum geirum atvinnulífsins, innlend sem erlend.

Hólmfríður Björk Sigurðardóttir, eigandi hjá Juris, bendir á að margir viðskiptavina stofunnar hafi verið í viðskiptum við stofuna um árabil.

„Þannig þekkjum við vel sögu og starfsemi viðskiptavina okkar og þau svið sem þeir starfa á. Innan stofunnar er mikil sérþekking, sem nýtist viðskiptavinum okkar vel, enda geta þeir fengið þjónustu á öllum sviðum, allt frá málum sem snerta daglegan rekstur yfir í flókin ágreiningsmál.“

Hildur Þórarinsdóttir, eigandi, tekur undir þetta og bætir við að á stofunni starfi bæði lögmenn með íslensk lögmannsréttindi og lögmenn með lögmannsréttindi í Englandi.

„Hópurinn sem starfar á stofunni vinnur þétt saman og sérþekking hvers og eins nýtist vel. Jafnvel þótt Juris sé ekki mjög stór stofa, hafa stærstu aðilar í viðskiptalífinu treyst okkur fyrir hagsmunum sínum um árabil og það endurspeglast í toppeinkunn sem stofan fær hjá erlendum matsaðilum.“

Aukin velta og hagnaður

Juris hagnaðist um 211 milljónir króna á síðasta ári, samanborið við 128 milljóna króna hagnað árið áður. Þá jókst velta félagsins um tæp 19% milli ára, fór úr 726,5 milljónum króna í 862,5 milljónir króna á síðasta ári.

„Til viðbótar við stöðugan rekstur félagsins, sem byggir á langtíma viðskiptamannagrunni, má fyrst og fremst rekja aukna veltu og hagnað milli áranna 2023 og 2022 til aukinna umsvifa í tengslum við erlend verkefni á Íslandi, ásamt stærri verkefnum fyrir viðskiptavini stofunnar,“ segir Halldór Jónsson, eigandi.

„Þessi verkefni snertu til dæmis fjárfestingar í innviðum, endurfjármögnun, samruna félaga og skráningu á markað. Við finnum ekki fyrir verkefnaskorti á þeim sviðum sem við leggjum áherslu á og lítum framtíðina björtum augum. Á síðustu árum hafa fimm nýir eigendur bæst í hóp eigenda Juris og endurspegla þeir þverskurð þess þjónustuframboðs sem Juris stendur fyrir,“ bætir Halldór við.

Sem dæmi um stærri verkefni Juris síðustu misseri má nefna samruna Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. og skráningu félagsins á aðalmarkað Nasdaq Iceland, ráðgjöf við kaup BlueCat Networks á Men & Mice, fyrirsvar íslenska ríkisins í þjóðlendumálum auk ráðgjafar til lánveitenda í tengslum við fjármögnun uppkaupa á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Þá var Juris lögfræðilegur ráðgjafi við endurfjármögnun HS Orku hf.

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, sem fylgir Viðskiptablaðinu. Blaðið er opið öllum og hægt er að skoða það hér.