Gangverk hagnaðist um rétt tæpar 300 milljónir í fyrra samanborið við 87 árið áður.

Tekjur námu ríflega 1,5 milljörðum króna og jukust um rúman fimmtung.

Launakostnaður jókst um sama hlutfall í 892 milljónir en aðkeypt þjónusta lækkaði á móti um tæpum 20 milljónum meira. Eigið fé nam 475 milljónum í árslok og eiginfjárhlutfall var 74%.

Greidd laun námu 732 milljónum og ársverk voru 63 sem gera 968 þúsund í meðallaun. Greiddar voru 80 milljónir í arð á árinu.

Lykiltölur Gangverks ehf.

Rekstrartekjur 1.520 milljónir
Greidd laun 732 milljónir
Greiddur arður 80 milljónir
Hagnaður 298 milljónir

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu þann 29. september.