Knattspyrnufélögin tólf sem léku í Bestu deild karla síðasta sumar voru rekin með samtals 29 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Til samanburðar voru liðin alls rekin með 9 milljóna tapi árið 2022.

Knattspyrnufélögin tólf sem léku í Bestu deild karla síðasta sumar voru rekin með samtals 29 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Til samanburðar voru liðin alls rekin með 9 milljóna tapi árið 2022.

Samanlagðar tekjur félaganna námu tæplega 4,8 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 600 milljónir frá fyrra ári.

Launakostnaður er sá kostnaðarliður sem vegur lang þyngst hjá knattspyrnuliðunum tólf. Þannig nam meðallaunakostnaður liðanna sem hlutfall af tekjum um 63% á síðasta ári, en árið áður var meðaltalið 66%.

Þetta kemur fram í ársreikningum félaganna fyrir árið 2023. Í flestum tilfellum ná ársreikningar knattspyrnudeildanna yfir meistaraflokka sem og yngri flokka starfið bæði karla og kvenna megin. Þess ber þó að geta að í ársreikningi Knattspyrnudeildar Fram kemur fram að reikningurinn nái eingöngu yfir meistaraflokka og 1. flokk, sem sagt ekki yngri flokka starfið. Þá segir í ársreikningi knattspyrnudeildar ÍBV að aðalstarfsemi Knattspyrnudeildar ÍBV sé rekstur meistara- og 2. flokks karla.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.