Tryggingafélagið Allianz Ísland hf. söluumboð hagnaðist um 636 milljónir króna á rekstrarárinu 2023 samanborið við 554 árið áður.

Rekstrartekjur félagsins námu ríflega 1,7 milljarði króna í fyrra en voru 1.456 milljónir árið áður.

Eignirnar voru metnar á 2.350 milljónir um síðustu áramót samanborið við 1.953 milljónir árið áður. Eigið fé nam um 1,304 milljónum við lok árs 2023 en var 968 árið áður.

Í skýrslu stjórnar Allianz Ísland hf. segir að staða félagsins sé góð. Almennt búi félagið við óvissu vegna breytinga í ytra umhverfi s.s. vegna þróunar á gengi íslensku krónunnar gagnvart evru og breytinga á lögum, þá sérstaklega lífeyrislögum.

Hluthafar félagsins voru tveir um síðustu áramót. Hringur – eignarhaldsfélag á 99,7% hlut, en félagið er í 42,5% eigu ríkissjóðs í gegnum Íslandsbanka. Einnig eru fjöldi lífeyrissjóða hluthafar í Hring – eignarhaldsfélagi. Eignarhaldið á Miðengi, sem 0,3% hlut í Allianz Ísland hf. Söluumboði, er með sama hætti hjá Hring – eignarhaldsfélagi.

Lykiltölur / Allianz Ísland hf.

2023 2022
Tekjur 1.709 1.456
Eignir 2.350 1.953
Eigið fé 1.304 968
Afkoma 636 554
- í milljónum króna