Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2025 verður framlag ríkisins til reksturs almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu aukið um 2,2 milljarða króna til að mæta 33% ábyrgð ríkisins á rekstri Strætó samkvæmt ofangreindum samgöngusáttmála.
Ríkisframlag til Strætó fer því úr tæpum 900 milljónum króna í 3,1 milljarð. Til samanburðar er áætlað að rekstrarframlög eignaraðila, þ.e. sveitarfélaganna a höfuðborgarsvæðinu, verði 6,7 milljarðar á næsta ári.
Drög að fjárhagsáætlun Strætó gefur til kynna að félagið verði rekið með 367 milljóna króna afgangi á næsta ári.
Nýlegt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppfærðan samgöngusáttmála felur í sér að stofnað verði sameiginlegt félag sem annist þróun, skipulag og rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Rekstur félagsins taki jafntframt til hefðbundinna strætisvagnaleiða og Borgarlínu.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun Strætó í Viðskiptablaðinu sem kom út á miðvikudaginn síðasta.