Sigurður Ingi Jóhanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, veltir því upp í minnisblaði til ríkisstjórnarinnar hvar sé hægt að heimfæra fjárstuðningi foreldra við í­búða­kaup skattalega.

Að mati ráð­herrans er hlut­fall ungs fólks sem á hús­næði með mesta móti „ó­líkt því sem mætti á­lykta af um­ræðunni.“

Í minnis­blaði ráð­herrans sem var kynnt í ríkis­stjórn kemur fram að fyrstu kaup­endum hefur verið að fjölga þrátt fyrir hátt vaxta­stig og eru vís­bendingar um að meiri­hluti ungra Ís­lendinga njóti ein­hvers konar að­stoðar við að fjár­magna kaupin, t.d. frá skyld­mennum, og að um­fang að­stoðarinnar hafi vaxið undan­farin tvö ár.

Þá er tekið fram að hlut­fall er­lendra ríkis­borgara sem eiga hér íbúð hefur lækkað þrátt fyrir að þeim hefur fjölgað.

Í minnisblaðinu er fjallað um skattalega meðferð fjárhagsstuðnings og tekið er fram að illa hafi gengið að skattleggja þennan stuðning foreldra.

„Al­mennt fær ríkis­sjóður ekki miklar skatt­tekjur af þessum gjörningum,“ segir í minnis­blaði Sigurðar.

Þar er tekið fram að fjár­stuðningur for­eldra sem vilja að­stoða börn sín við að fá þak yfir höfuðið getur verið með ýmsu móti t.d. sem lán, fjárfesting (kaup á hlut í fasteign með börnum), fyrirframgreiddur arfur eða gjöf.

„Hagnaður for­eldra af sölu á eignar­hlut í fast­eign barna er ekki skatt­lagður ef heildar­rúm­mál fast­eigna for­eldris/for­eldranna er innan 600m3 / 1.200m3 ef hjón (sem sam­svarar 240/480m2). Fyrir­fram­greiddur arfur sætir 10% skatti. Ef um er að ræða gjöf til barna þá ætti sú ráð­stöfun að leiða til skatt­lagningar í launa­skatt­hlut­falli (31,5-46,3%). Hins vegar eru fá dæmi um að ráð­stöfun til barna hafi sætt skatt­lagningu sem gjöf og spilar þar inn í að strangar sönnunar­kröfur hafa verið lagðar á skatt­yfir­völd að sýna fram á að um gjöf sé að ræða (en ekki lán).”

Samkvæmt ráðherranum er skattaleg meðferð fasteigna „mun hagstæðari hér á landi en í nágrannalöndum okkar.“

Leigutekjur sæta mjög lágum skatti að mati Sigurðar og veldur það hvata til að eignast fasteign sem síðan er hægt að nýta í útleigu til að greiða upp lánin.

Ráðuneytið tekur þó fram að hlutfall ungs fólks sem á fasteign hefur lítið breyst undanfarin tvö ár og mun líklega ekki breytast mikið í ár.

Hins vegar er vakin sérstök athygli á því að á meðan Íslendingar njóta aðstoðar frá skyldmennum er staðan hjá erlendum ríkisborgurum önnur.

„Ekki liggja fyrirtölur um bakgrunn fyrstu kaupenda það sem af er þessu ári. Á undanförnum árum hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað hlutfallslega meðal fyrstu kaupenda. Hlutfall þeirra af íbúafjölda landsins hefur þó aukist enn hraðar og hlutfall erlendra ríkisborgara sem á fasteign lækkað.”

Í minnisblaðinu segir að mikil hækkun launa og „hinn svokallaði þvingaði sparnaður í heimsfaraldrinum” hafi leitt til töluverðrar aukningar lausafjáreigna, þar á meðal hjá ungu fólki.

„Út frá upp­lýsingum í á­lagningar­skrá má geta sér til um að þær fjöl­skyldur ís­lenskra ríkis­borgara (ein­staklingar og sam­búðar­fólk) sem eignuðust fyrstu fast­eign í fyrra hafi að meðal­tali átt 6-9 m.kr. í lausa­fjár­eignir í að­draganda í­búða­kaupanna. Það er um tvö­falt meira að nafn­virði en 2018.”

Í minnis­blaðinu segir þó að út­borgun við fyrstu í­búða­kaup virðist að meðal­tali vera tölu­vert meiri en sem þessu nemur eða um 18 milljónir króna í fyrra.

„Ekki er unnt að full­yrða hvers vegna þetta er en vera má að stór hluti fyrstu kaup­enda njóti ein­hvers konar fjár­hags­stuðnings frá for­eldrum eða öðrum vanda­mönnum.”

Í minnis­blaði fjár­mála­ráð­herra segir að hækkun hús­næðis­verðs og hækkun vaxta á­samt sam­spili þeirra við þjóð­hags­var­úðar­tæki hafi hækkað þröskuldinn inn á í­búða­markað en að eigna­myndun og upp­safnaður sparnaður hafi gert „vel­gjörðar­mönnum fyrstu kaup­enda auð­veldara fyrir fyrstu kaup­enda auð­veldara að styðja þá.“

Að mati fjár­mála­ráðu­neytisins er tvennt sem hefur valdið þessum aukna fjár­stuðningi.

„Annars vegar má segja að hækkun hús­næðis­verðs hafi falið í sér til­færslu auðs frá þeim sem búa ekki í eigin hús­næði til þeirra sem það gera, gjarnan frá ungu fólki til eldra fólks eða frá börnum til for­eldra. Með stuðningi við fyrstu kaup barna má líta svo á að for­eldrar séu að skila hluta til­færslunnar til baka. Hins vegar kann aukinn stuðningur að vera leið fjöl­skyldna til þess að víkja sér undan ströngum reglum um veð­setningu og greiðslu­byrði. Eðli máls sam­kvæmt er þessi stuðningur veru­lega háður bak­landi fólks.

Að lokum segir Sigurður Ingi að það sé tölu­verður skatta­legur hvati til að eignast fast­eign sem síðan er hægt að nýta í út­leigu til að greiða upp lánin en að mati Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðsins þarf að skatt­leggja þessa hegðun.

„Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðurinn hefur hvatt ís­lensk stjórn­völd til að auka skatt­lagningu á sölu­hagnað af fast­eignum sem fólk á ekki lög­heimili í (e. second ho­mes) og fast­eignum keyptum í fjár­festingar­skyni (e. invest­ment properties).”

Í fjár­lögum Sigurðar Inga, þar sem er gert ráð fyrir á­fram­haldandi halla­rekstri ríkis­sjóðs, kemur þessi skoðun ráð­herrans einnig fram. Þar er lagt til að heimild til að nýta sér­eigna­sparnað inn á hús­næðis­lán verði af­numin.

Að hans mati hefur „sterk­efnað stór­eigna­fólk“ fengið mestan stuðning frá ríkinu með þessu úr­ræði.