Rio Tinto hefur samþykkt að kaupa Arcadium Lithium á 6,7 milljarða dala samkvæmt WSJ. Samkomulag hefur því náðst nokkrum dögum eftir að Rio Tinto greindi frá samningaviðræðum.

Litíum er mjög eftirsótt steinefni en það er meðal annars notað í batterí og er talið mikilvægt þegar kemur að orkuskiptum.

Rio Tinto býst við að eftirspurn eftir litíumi muni aukast á næsta áratug vegna mikilvægis málmsins í framleiðslu rafbíla. Bandaríkin hafa þá einnig formlega tilnefnt litíum sem mikilvægt steinefni.

Ástralska eignarstýringarfyrirtækið Blackwattle Investmment Partners, einn af hluthöfum Arcadium, lýsti yfir áhyggjum í vikunni hins vegar að tilboð Rio Tinto væri tækifærissinnað þar sem gengi Arcadium hefur lækkað um 60% frá áramótum.