Fleiri en þúsund nýjar vörur hafa verið frumsýndar á Hainan Expo 2023 sýningunni sem fer nú fram í Kína. Rúmlega 3.100 vörumerki frá 60 mismunandi löndum eru einnig til sýnis á þessari ráðstefnu sem er, að sögn stjórnenda, 20% stærri en sú sem var haldin í fyrra.
Kínverska neysluvörusýningin Hainan Expo 2023 fer nú fram í þriðja sinn dagana 11-15. apríl í borginni Haikou á Hainan-eyju í suðurhluta Kína. Eyjan er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamann og er stundum kölluð "Hawaii Kína". Sýningin er ein af fjórum stórum viðskiptaráðstefnum sem Kínverjar halda og er fyrsta sinnar tegundar sem fer fram árlega á Kyrrahafssvæðinu.
Þema sýningarinnar í ár er „Deilum tækifærum til að skapa betra líf“ og er mikið einblínt á hágæða vörur frá framleiðendum á borð við HUGO BOSS, Volkswagen og Karchar. Framleiðendur frá Frakklandi, Þýskalandi, Bandaríkjum og öðrum löndum hafa sent fulltrúa á sýninguna en það eru Ítalir sem fá titilinn sem heiðursgestir í ár.
Innlendir kínverskir framleiðendur á borð við Huawei, Made in Jingdezhen og Poly Culture Group eru einnig viðstaddir og binda vonir um að geta auglýst hágæða kínverskar vörur á erlendum mörkuðum. Poly Culture Group sýnir meðal annars hágæða kínverska minjagripi sem hafa verið sendir aftur til Kína og hyggst fyrirtækið auglýsa Hainan sem mögulegan áfangastað fyrir slíka starfsemi í framtíðinni.