Wells Fargo, fjórði stærsti banki Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um 3,7 milljarða dala, eða sem nemur ríflega 530 milljörðum króna, vegna ólöglegra athæfa í útlánastarfsemi sinni. Sektin er hluti af sáttasamkomulagi bankans við bandaríska eftirlitsstofnun.
Neytendastofa á sviði fjármálaþjónustu lagði 1,7 milljarða dala sekt á Wells Fargo fyrir að brjóta lög. Bankinn ber einnig að greiða 2 milljarða dala í bætur til viðskiptavina fyrir brot af hálfu núverandi stjórnenda bankans.
Eftirlitsstofnunin segir að Wells Fargo hafi m.a. ákvarðað gjöld og vaxtagreiðslur af bíla- og húsnæðislánum með ólögmætum hætti. Tjón viðskiptavina af aðgerðum bankans hljóði upp á milljarða dala. Þúsundir viðskiptavina hafi tapað ökutækjum eða heimilum sínum vegna viðskiptaátta bankans.