Verslunin Ríteil Kids opnaði í Holtagörðum fyrr í þessum mánuði og er rekin af sömu fjölskyldu og stendur fyrir versluninni Ríteil í Smáratorgi. Sú verslun opnaði í mars í fyrra og til að byrja með bauð hún upp á bæði barnaföt og föt fyrir fullorðna.

Hjónin Þorsteinn Schweitz Þorsteinsson og Heba Brandsdóttir eru eigendur verslunarinnar ásamt börnunum sínum en þau eru Ragnheiður Eva Lárusdóttir, Daði Lárusson, Áslaug Sara Lárusdóttir, Andri Jónsson, Linda Björk Þorsteinsdóttir, Jakob Schweitz Þorsteinsson og Annie Schweitz Þorsteinsdóttir..

Ragnheiður Eva segir að til að byrja með hafi fjölskyldan verið með sérstaka barnabása í versluninni í Smáratorgi en sá fljótlega að foreldrar vildu helst hafa sérsvæði fyrir börnin á meðan þau voru að versla.

„Við sáum síðan að það var mikil þörf fyrir svona verslun á markaðnum. Það eru fullt af verslunum sem selja notuð föt til fullorðinna og það er líka mjög löng bið eftir bás í Barnaloppunni en það er samt mikið af fólki sem þarf að losna við fötin sín.“

Þorsteinn segir að margir viðskiptavinir voru líka farnir að spyrja hvort þeir mættu setja upp barnabás á Smáratorgi og ákvað fjölskyldan að það væri orðið tímabært að opna aðra verslun sem væri bara fyrir börn.

„Það eru líka margir sem koma til okkar og nefna það af fyrra bragði að þau séu með það markmið fyrir árið að kaupa ekki neitt nýtt. Þetta er sérstaklega algengt hjá yngri kynslóðinni sem vill kaupa notað og líður vel með það, enda er það hagstæðara og svo er það líka umhverfisvænt.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.