Róbert Wessman, stofnandi Alvogen og Alvotech, hefur selt 426 fermetra hús að Tjaldanesi 15 á Arnarnesinu í Garðabæ fyrir 350 milljónir króna. Verð á hvern fermetra var því um 822 þúsund krónur.
HRJÁF, félag í eigu Róberts, keypti húsið árið 2017 fyrir 187,5 milljónir króna. Róbert og fjölskylda hans fluttu í húsið í byrjun árs 2019 að því er mbl.is greindi frá á sínum tíma.
Kaupandinn er félagið Laug ehf. sem er í eigu Kristjáns Magnasonar og Jóhanns Guðlaugs Jóhannssonar, nánum samstarfsmanni Róberts, samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins. Félagið átti nokkrar fasteignir að Skólavörðustíg, Laugaveg, Hverfisgötu og Frakkastíg samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2020.
Þegar húsið á Arnarnesinu var auglýst til sölu síðasta sumar kom fram að það væri með 4-5 barnaherbergi, hjónaherbergi með fata og baðherbergi inn af, rúmgóða stofu með laufskála/koníaksstofu inn af og arinstofu/skrifstofu. Í garðinum er að finna baðhús með tengingu við garðinn með heitum potti og gufubaði.
Húsið, sem var hannað af Halldóri Gíslasyni arkitekt, var byggt árið 1990 en var endurnýjað árin 2019-2021.