Árið 2023 var halli af rekstri A-hluta, sem er að mestu rekinn með skattfé, fjögurra af átta stærstu sveitar félögum landsins en í fyrra voru þau öll rekin með afgangi. Hjá Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ, Akureyrarbæ og Árborg var um að ræða bestu rekstrarniðurstöðu í meira en áratug hið minnsta.

Mesti viðsnúningurinn var hjá Reykjavíkurborg, sem fór úr 5 milljarða halla A-hluta árið 2023 á verðlagi ársins 2024 í 4,7 milljarða afgang árið 2024. Kópavogsbær fór þá úr 746 milljóna króna halla yfir í 4,2 milljarða króna af gang.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 5.995 kr. á mánuði