Hlutabréf á markaði í Asíu réttu aðeins úr kútnum í dag og hækkuðu í fyrsta skiptið í sjö daga.
Kaup kínverska milljarðamæringsins Lee Shau-Kee á hlutabréfum í China Mobile og Iðnaðar- og verslunarbanka Kína var til þess að vísitölur í Hong Kong hækkuðu eftir lækkun þrjá daga í röð. Samkvæmt auðmannalista Forbes er Lee Shau-kee einn af 40 ríkustu mönnum heims.
Hang Sang vísitalan í Hong Kong hækkaði um 2,% en S&P/ASX 200 í Ástralíu lækkaði smálega um 0,06%.
Markaðir í Japan voru lokaðir í dag vegna þakkargjörðarhátíðarinnar.