Rolls Royce mun sjá um að framleiða kjarnaofnana sem munu knýja nýjustu kafbáta breska sjóhersins en fyrirtækið landaði nýlega 11 milljarða dala samningi samkvæmt fréttamiðlinum WSJ.
Samningurinn, sem gildir í átta ár, er sá stærsti í sögu breska varnarmálaráðuneytisins og mun þá Rolls Royce hanna, framleiða og sjá um viðgerðir á kjarnaofnunum.
Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að smíða fjóra nýja Dreadnought-kafbáta á næstu 15 til 20 árum og mun þessi samningur koma til með að skapa meira en þúsund störf í Bretlandi. Flest þeirra verða í verksmiðju fyrirtækisins í Derby á Englandi, ásamt skrifstofum Rolls Royce í Glasgow og Cardiff.
Hlutabréf Rolls Royce hækkuðu þá um 1,9% við opnun markaðar í London en gengi félagsins hefur hækkað um 9,6% það sem af er ári.