Fjárfestingafyrirtækið Providence Equity Partners hefur gert samning um að kaupa fyrirtækið Global Critical Logistics (GCL) fyrir meira en einn milljarð dala. GCL er ekki þekkt fyrirtæki en það sér um alla starfsemina bak við tjöld heimsfrægra viðburða.
Á vef WSJ segir að GCL hafi meðal annars séð um flutning og uppsetningu á búnaði fyrir Eras-tónleika Taylor Swift ásamt tónleikum fyrir Beyoncé og Paul McCartney.
Fyrirtækið mun einnig aðstoða við uppsetningu á HM í fótbolta árið 2026 sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada og hefur unnið með bandarísku knattspyrnudeildinni og Art Basel.
CGL á rætur sínar að rekja til ársins 1978 þegar forveri þess, Rock-It Cargo, hóf starfsemi með því að þjónusta Led Zeppelin og Uriah Heep. ATL Partners keypti svo meirihluta í félaginu árið 2018 og breytti síðan nafninu í GCL.