Ís­lenska fram­leiðslu­fyrir­tækið Rotovia hefur samið við Lands­bankann um endur­fjár­mögnun á öllum skuldum fé­lagsins.

Lána­samningurinn er að fjár­hæð allt að 10,7 milljarðar króna (72 milljónir evra). Mun þetta vera fyrsta endur­fjár­mögnunin sem fé­lagið fer í við ís­lenskan banka en þegar fé­lagið var stofnað í nú­verandi formi árið 2022 voru lánin tekin er­lendis.

Rotovia á rætur að rekja til ársins 1984 þegar Sæplast hóf rekstur á Dal­vík. Fé­lagið veltir í dag 22,5 milljörðum á ári og rekur tíu verk­smiðjur í sjö löndum.

Ís­lenska fram­leiðslu­fyrir­tækið Rotovia hefur samið við Lands­bankann um endur­fjár­mögnun á öllum skuldum fé­lagsins.

Lána­samningurinn er að fjár­hæð allt að 10,7 milljarðar króna (72 milljónir evra). Mun þetta vera fyrsta endur­fjár­mögnunin sem fé­lagið fer í við ís­lenskan banka en þegar fé­lagið var stofnað í nú­verandi formi árið 2022 voru lánin tekin er­lendis.

Rotovia á rætur að rekja til ársins 1984 þegar Sæplast hóf rekstur á Dal­vík. Fé­lagið veltir í dag 22,5 milljörðum á ári og rekur tíu verk­smiðjur í sjö löndum.

„Með þessari endur­fjár­mögnun aukum við sveigjan­leika í rekstri og styðjum við á­ætlanir fyrir­tækisins um vöxt á næstu árum. Það er á­nægju­legt að ís­lenskar fjár­mála­stofnanir séu sam­keppnis­hæfar við fjár­mögnun fé­lags eins og okkar sem vinnur á al­þjóð­legum mörkuðum og við hlökkum til sam­starfsins við Lands­bankann,“ segir Daði í tilkynningu.

„Það er okkur mikil­vægt að styðja við vöxt á rót­grónu ís­lensku þróunar- og fram­leiðslu­fyrir­tæki. Við höfum lengi fylgst með Rotovia og for­verum þess og höfum mikla trú á fram­tíðar­mögu­leikum fyrir­tækisins,“ segir Lilja Björk Einars­dóttir, banka­stjóri Lands­bankans.

Tekjustraumar Rotovia eru tvenns konar, annars vegar að hanna, þróa, framleiða og selja eigin vörur, en þaðan koma 45% teknanna. 55% hluti teknanna eru það sem kallast „custom molding“ eða sérhæfð framleiðsla, þar sem félagið framleiðir íhluti m.a. fyrir alþjóðlega bílaframleiðendur, vindmylluframleiðendur og framleiðendur landbúnaðartækja.

Í sam­tali við Við­skipta­blaðið í maí­mánuði sagði Daði fé­lagið leggja á­herslu á að auka vægi eigin vara í tekju­módelinu. Þá sé einnig stefnt að því að stækka hlut­fall leigu­tekna í tekju­módelinu, í takt við þróunina á markaðnum í átt að hring­rásar- og deili­hag­kerfi.

Rotovia fram­leiðir og hannar sínar eigin vörur undir vöru­merkjunum Sæplast, Tempra, iTub og Vari­box á­samt því að fram­leiða ýmsa í­hluti fyrir bíla­fram­leið­endur, fram­leið­endur land­búnaðar­tækja, vind­myllu­fram­leið­endur og fleiri geira.

Rotovia framleiðir og hannar sínar eigin vörur undir vörumerkjunum Sæplast, Tempra, iTub og Varibox
Rotovia framleiðir og hannar sínar eigin vörur undir vörumerkjunum Sæplast, Tempra, iTub og Varibox
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Árið 2015 var fé­lagið selt úr landi en síðan keypt aftur af ís­lenskum fram­taks­sjóðum árið 2022 og tók þá upp nafnið Rotovia. Alls heldur fyrir­tækið úti tíu verk­smiðjum í sjö löndum og starfs­manna­fjöldinn er í kringum 700.

Höfuð­stöðvarnar eru á Dal­vík. Við­tal Við­skipta­blaðsins við Daða er að­gengi­legt hér að neðan.