Samkeppniseftirlitið greiddi 96,7 milljónir króna til lögmannsstofunnar Lagastoðar á árinu 2024 eða að meðaltali 8 milljónir á mánuði, samkvæmt opnum reikningum ríkisins.

Líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um er Lagastoð í raun eina lögmannsstofan á landinu sem Samkeppniseftirlitið leitar til.

Fjárframlög Samkeppniseftirlitsins fyrir árið námu 582 milljónum króna samkvæmt fjárlögum og rann því 16,6% af öllum fjárframlögum embættisins beint til Lagastoðar í fyrra en greiðslurnar hafa aukist til muna á síðustu árum er eftirlitið heldur áfram að standa í fjölmörgum dómsmálum.

Greiðslur Samkeppniseftirlitsins til Lagastoðar eru í algjörum sérflokki í samræmi við lögmannskostnað annarra ríkisstofnana.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði