„Þetta blasir þannig við mér að Viaplay er að fara út af íslenska markaðnum. Þeir keyptu efnisrétti á of dýru verði og ná ekki endum saman,“ sagði Heiðar Guðjónsson, fyrrum forstjóri Sýnar, í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark, þegar hann var spurður út í hvernig hann meti nýgerðan samning Sýnar og sænsku streymisveitunnar Viaplay.

Samningurinn felur m.a. í sér að Stöð 2 Sport taki við sýningarrétti á öllum leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu til næstu ára og taki jafnframt að sér alla framleiðslu á umfjöllun og umgjörð í kringum leikina.

„Þetta blasir þannig við mér að Viaplay er að fara út af íslenska markaðnum. Þeir keyptu efnisrétti á of dýru verði og ná ekki endum saman,“ sagði Heiðar Guðjónsson, fyrrum forstjóri Sýnar, í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark, þegar hann var spurður út í hvernig hann meti nýgerðan samning Sýnar og sænsku streymisveitunnar Viaplay.

Samningurinn felur m.a. í sér að Stöð 2 Sport taki við sýningarrétti á öllum leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu til næstu ára og taki jafnframt að sér alla framleiðslu á umfjöllun og umgjörð í kringum leikina.

Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá á undanförnum misserum hefur Viaplay samstæðan verið í talsverðum erfiðleikum í rekstri. Væntar áskriftartölur fyrir árið 2023 hafa dregist verulega saman og er áætlað rekstrartap samstæðunnar á bilinu 250-300 milljónir sænskra króna sem samsvarar um 3,1-3,7 milljörðum íslenskra króna.

Þá sagði Anders Jensen starfi sínu lausu sem forstjóri félagsins og hefur Jorgen Madsen Lindemann tekið við. Hlutabréfaverð Viaplay hefur lækkað um rúm 70% frá byrjun júnímánaðar.

Mikið umstang í kringum landsleiki

Heiðar segir útsendingu á einum landsleik slaga hátt í 10 milljónir króna í kostnað.

„Þú þarft myndatökumenn, pródúsenta, grafíkera, dýran tæknibúnað. Síðan þykist ég vita að Viaplay hafi borgað hátt í 80 milljónir króna fyrir þessa tíu landsleiki karla sem eru á ári,“ segir Heiðar og vitnar þar í hvað Sýn bauð í leikina á sínum tíma þegar hann var forstjóri félagsins.

Spurður hvort að samningur Viaplay og Sýn feli í sér sigur fyrir Sýn en tap fyrir Viaplay segir hann það fara eftir upphæðinni sem Sýn greiddi fyrir sýningarréttinn.

„Jújú, þetta er ósigur Viaplay. Svo er spurning hvað Sýn er að greiða fyrir að fá þessa efnisrétti til sín og hvað þeir raunverulega hagnast á þessu.

Enski boltinn rúmur milljarður á ári

Enska úrvalsdeildin færðist frá Stöð 2 Sport yfir til Sjónvarps Símans árið 2019 í kjölfar útboðs um réttinn árið 2018. Síðan var nýr samingur til þriggja tímabila gerður við Símann árið 2021. Í seinna útboðinu árið 2021 var mikil samkeppni milli Símans, Sýnar og Viaplay, og var farið í þrjár útboðsumferðir.

„Í seinna útboðinu ákvað ég að vera eins agressívur og ég þorði og bauð fyrst 957 [milljónir]. Þá komumst við áfram [í aðra umferð] og ég bauð 977 [milljónir]. Svo komumst við í þriðju umferð sem þýddi að við vorum í bæði hin skiptin með hæsta verðið. Þá bauð ég 988 [milljónir] sem skilaði mér ekki alveg í mark. En það segir mér að í síðustu umferðinni tók Síminn sig til og raunverulega bauð mjög hátt í þetta. Þeir eru örugglega nær 1.100 milljónum frekar en 1.000 milljónum sem þeir eru að borga árlega [fyrir enska boltann]," sagði Heiðar, en Síminn er með Enska boltann til og með tímabilsins 2024/25.

Tómas Þór Þórðarson hefur verið ritstjóri enska boltans frá því að Síminn hreppti sýningaréttinn fyrir um fjórum árum síðan.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Heiðar viðurkennir að hann hafi ekki verið spenntur fyrir hönd Sýnar að greiða hátt í milljarð króna á ári fyrir enska boltann.

„Ég þorði að bjóða 989 [milljónir] en fór ekki hærra en það. Ég gat ekki með nokkru móti reiknað mig inn í arðbæran rekstur ef þetta hefði farið hærra en það. Ég vonaði að það myndi ekki nást [að kaupa efnisréttinn] þótt fólkið á íþróttadeildinni var að vonast að það myndi nást. [...] Við vorum að stríða Símanum með því að bjóða á móti þeim en það var aldrei hluti af planinu að fara á kafi í þetta aftur.“

En það segir mér að í síðustu umferðinni tók Síminn sig til og raunverulega bauð mjög hátt í þetta. Þeir eru örugglega nær 1.100 milljónum frekar en 1.000 milljónum sem þeir eru að borga árlega [fyrir enska boltann].

Hann segir Sýn hafa sett stefnu árið 2019 að erlendir efnisréttir gætu ekki verið framtíð félagsins. Það séu innlendu réttirnir frekar.

„Þar sjáum við hvernig Stöð 2 hefur slegið í gegn með Körfuboltakvöldin og Bestu deildina í fótbolta. [...] Við sáum með tæknibreytingum og öðru að það væri ekki vinnandi vegur að elta hitt,“ bætir Heiðar við.

Leituðu til Samkeppniseftirlitsins

Hann segir að á sínum tíma hafi verið leitað til Samkeppniseftirlitsins um það hvort fyrirtækin mættu taka sig saman og bjóða í sameiningu í sýningarréttinn.

„Þetta er erlendur viðsemjandi og ekki verið að halla á innlenda aðila sem greiða hér skatta og skapa verðmæti. Ef Sýn og Síminn hefðu boðið saman í þetta þá væri verðið ennþá 270 milljónir en ekki 1.100 milljónir. […] Þegar maður ber saman hvað Íslandsmarkaðurinn er að greiða fyrir réttindin af ensku úrvalsdeildinni þá er það á pari við það sem er greitt í Danmörku þar sem sautján sinnum fleiri búa.“