Rússar brenna gasi fyrir jafnvirði 1,5 milljarða króna á degi hverjum nærri landamærum Finnlands. Þetta kem­ur fram í rann­sókn Rystad Energy en BBC greinir frá.

Rystad Energy segir að gasinu sem nú er brennt í Portovaya hafi áður verið flutt til Þýskalands. Orkuverið er í eigu Gazprom er í meirihluta eigu rússneska ríkisins.

Miguel Berger sendiherra Þjóðverja í Bretlandi sagði í samtali við BBC að Rússar brenni nú gasi því þeir geti hvergi selt það.